Saturday, November 15, 2008

Freyja rokkar og hún fær 5*****af 5*****

Ég verð nú að seigja hvað ég er rosalega stoltur bróðir í þessa dagana... Freyja systir er að setja upp sína fyrstu tískusýningu og er bara að brillera og allir í alle-familyen eru að leggja sitt af mörkum til þess að gera þetta sem best og flottast, mamma reindar átti víst bara eftir að kveikja í kofanum hjá Gullu frænku við að reina gera marsipan kökur. Vala-mín og Lena systir ætla að vera módel ég ætla að reina taka einhverjar myndir af ærlegheitunum back-stage, og þórgunnur verður kynnir. Agga-Kalda systr pabba gefur ölið  og svona má leingi telja... ég tala nú ekki einusinni um alla hina sem eru ekki skyldir... vinir freyju eru margir sem koma til og leggja á vogaskálar T.D er Gísli dúfa  buin að vera með henni og taka myndir af  fötunum sem sætu vinkonur systu fá heiðurinn að vera í meðan þær eru myndaðar í bak og fyrir hálfar á kafi í vatni eða í -30° undir snjó-framleiðslu vélum í hlíðar fjalli :)

þessi elska hefur lagt svita og tár af líkama og sál og ég er hand viss um að hún muni uppskera einsog hún hefur sáð,,, og þegar freyja litla systir mín sáir þá er það bara gert á einn veg.... af alhúð og kærleika. já maður finnur sko fyrir stoltinu hringla um í hjartanu.....

annars er bara allt fínnt að frétta af hlíðar-familíuni konni að kanna málin með hvað má og má ekki svo ég fari nú ekki meira í það núna  en úffff hann er líkur pabba sínum,,
 

Monday, November 3, 2008

Flutt í glæsilegt húsnæði

Við fjölskyldan notum helgin til að flytja okkur í nýrra STÆRRA og betra húsnæði...
við erum sem-sagt flutt á hlíðarveg 34. 6-herbyggja einbýli með bílskúr og alles hita í gólfum og ég veit ekki hvað.... svo við skötuhjúin erum buin að vera að sveitt frammá morgna síðustu daga (ég veit hvað þið eruð að hugsa :)

Krakkarnir eru líka svona glimrandi hamingjusöm með þetta allt saman.
Konni & Harpa feingu algert víðáttubrjálæði og voru bara með það í tvo daga...

Núna get ég loksinns lagt eitt herbyggi undir þetta ljósmynda-áhugamál, og Vala mín með annað herb undir sín áhugamál listmálun og þannig föndur.... þó má seigja að ég sé nú aðeins dekraðri í þessum efnum, því auðvitað er ekki hægt að gleima bílskúrnum!!! það vita þeir sem mig þekkja :)
kannski ég leyfi mömmu bara að geima DÝRA BÍLINN SINN, hún greyið er orðin mold rugluð og minnir mig á ég veit ekki hvað  hún fékk nefnilega tauga-peninga-bílalána-áfall um daginn...
Já það er algjörlega vangefið og viðbjóðslegt efnahags-ástandið í landinu, ekki það að þið vitið  það ekki nú þegar....

Siggi OUT